Meira næði – þægilegt og snyrtilegt

Við bjóðum upp á margar útfærslur af vönduðum sandblástursfilmum fyrir svalargler. Rýmið á svölunum verður þægilegra, engin forvitin augu að skoða hvað þú ert með þar eða horfa á þig njóta veðurblíðunnar. Samt heldur þú náttúrulegri birtu og góðu útsýni.Við getum teiknað upp þínar svalir eftir eigin óskum, sjá einnig tillögur á hér að neðan eða mynstur undir sandblástursfilmur. Filman getur náð yfir glerið að hluta til eða alveg.
Ekki er nauðsynlegt að filman nái alveg upp glerið til að ná sama markmiði, oft er fallegt að hafa rendur eða mynstur.

FRÍ MÆLING – Hvernig panta ég?

Við þurfum að fá málin á glerjunum, þú getur mælt sjálf/ur eða fengið aðila frá okkur til að mæla og greiðslan fyrir mælinguna fer upp í
filmuverðið þegar pöntun liggur fyrir. Málin og upplýsingar getur þú sent á strigaprent@strigaprent.is.
Þú getur valið um að setja filmurnar upp sjálfur, sjá leiðbeiningar hér á síðunni, eða fengið uppsetningaþjónustu frá okkur.