VÖNDUÐ STRIGAPRENTUN

Strigaprent.is sérhæfir sig í hágæða prentun á striga. Við vinnum faglega og þú getur treyst að myndin verði eins góð og hægt er, miðað við upprunalegu gæði myndarinnar. Við gerum kannta á allar myndir án aukagjalds. Við prentum fyrir ljósmyndara og listamenn, einstaklinga og fyrirtæki og stöndumst ströngustu gæðakröfur. Við hugum að smáatriðum og veljum rétta strigann fyrir hverja strigamynd, við litaleiðréttum og vinnum myndir sérstaklega sé þess óskað. Myndin þín kemur á blindramma, tilbúin til að hengja á vegg. Ramminn er er úr hörðu timbri sem vindur sig ekki og er vel gerður.  

Vandað handbragð

Falleg áferð

Góður frágangur

Gæða prentun

STRIGAPRENTUN Á UMHVERFISVÆNNI HÁTT

Hér áður fyrr var prentiðnaðurinn alls ekki umhverfisvænn, en það hafa orðið miklar framfarir í lausnum varðandi umhverfismálum sl. ár. Við notum engin spilliefni við strigaprentun, aðeins lyktarlaus vatnsunnin blek, sem eru vottuð af UL GREENGUARD GOLD og prentunin sjálf mengar ekki og skaðar ekki umhverfið. Gæðin eru ekki síðri, litirnir skarpari og endingin ekki síðri heldur. Allur búnaður til prentunar hjá okkur er einnig endurvinnanlegur.

TILKYNNING UM BREYTINGAR Á ÁHERSLUM – FILMUR
Strigaprent.is hefur lengi verið á markaðnum í filmuframleiðslu og merkingum, við höfum ákveðið að breyta um stefnu og hætta með filmur í bili. Við viljum leggja áherslu á strigaprentun og koma með skemmtilegar nýjungar á þeim vettvangi fljótlega. Við munum finna samstarfsfyrirtæki til að taka við filmuframleiðslunni undir öðru nafni.