Leiðbeiningar - uppsetning
Hér má sjá hvernig á að setja upp sandblástursfilmur og vegglímmiða frá Strigaprent.
Við bjóðum einnig upp á að við komum og setjum filmurnar upp fyrir þig, gegn gjaldi.
Uppsetning á sandblástursfilmum
Hér er mjög mikilvægt að bleyta gluggann vel, það er ekki hægt að bleyta of mikið, en uppsetningin getur farið úrskeiðis ef bleytt er of lítið. Bleytið glerið og límhliðina á filmunni áður en sett er upp. Pappírinn yfir mynstrinu heldur því saman, það má skafa yfir hann við uppsetningu, síðan er pappírinn tekin af þegar filman er þornuð, um sólahringi síðar. Horfið á myndbandið hér til hliðar fyrir uppsetningu.
Uppsetning á veggfilmum
Hér er mikilvægt að staðsetja vel filmuna á veggnum áður en uppsetning hefst. Hægt er að gera það bara með límbandi, eins og sjá má á myndinni. Síðan er hægt að hefjast handa. Horfið á myndbandið hér til hliðar fyrir uppsetningu.