Vöruskilmálar
Verðin á síðunni eru í íslenskum krónum, gjaldmiðill (ISO 4217, ísl.króna-ISK) verð eru með vsk og öllum aukakostnaði. Strigaprent.is áskilur sér rétt til að ógilda við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga. Viðskiptavinur, getur skilað eða skipt vöru ef ekki er um að ræða sérhannaða vöru, hvert mál er metið sérstaklega.
Borgun/ Teya
Teya er endursöluaðil fyrir Strigaprent.is/ Sætir Sigrar ehf. Allar greiðslur fara í gegnum greiðslusíðu Teya og lúta greiðsluskilmálum þeirra.
Afgreiðslutími
Afgreiðslutími er allt að 21 dagar, en er oft mun styttri, eftir því hvað um er að ræða.
Afhending vöru
Pöntunum er dreift af Íslandspósti, velji viðskiptavinur að fá póstsendingu og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Í vissum tilfellum keyrum við út sjálf viðkvæmar myndir. Verðskrá er samkvæmt gjaldskrá póstsins. Frí heimsending er á höfuðborgarsvæðinu fyrir pantanir yfir 10.000 kr.
Strigaprent.is ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi að því gefnu að henni hafi verið pakkað rétt. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Strigaprent.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda, hvert mál er þó metið sérstaklega eftir aðstæðum og hvað kom fyrir.
Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Hægt er að greiða með greiðslukortum VISA, Mastercard, Maestro, American Express, netgiro, pei og millifærslu á rkn. 545 26 1688, kt. 6703120970.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Vörumerkingar
Vinsamlegast athugið að skoða vel upplýsingar um stærð veggmynda. Sýningamyndir á strigaprent.is eru ekki endilega í sama hlutfalli og raunveruleg stærð segir til um.
Höfundarréttur:
Strigaprent.is gengur út frá því að viðskiptavinir virði höfundarréttarlög á þvi sem sent er til prentunar, og tekur ekki ábyrgð í slíkum málum.
Lagaákvæði
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 46/2000, Lög nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Reglur um verðupplýsingar í auglýsingum nr. 21/1995. Ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.
Rísi ágreiningur milli aðila um efni viðskiptanna eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga um varnarþing nr. 91/1991.