Vönduð strigaprentun

Strigaprent.is sérhæfir sig í hágæða prentun á striga. Við hugum að smáatriðum og veljum rétta strigann fyrir hverja strigamynd, hvort sem um er að ræða fjölskyldumyndir á striga, eða aðrar ljósmyndir og listaverk.
Við litaleiðréttum og vinnum myndir sérstaklega sé þess óskað.

Við erum einnig með gluggafilmur og sérhæfum okkur í sandblástursfilmum, en bjóðum líka upp á litaðar filmur í glugga, merkingar og veggfilmur. Við bjóðum upp á hönnunarþjónustu varðandi mynstur í sandblástursfilmu og tökum séróskir varðandi grafíska hönnun á gluggafilmum og veggfilmum eða púðum.

NÝTT! Þú getur valið mynd fyrir heimilið

ERU veggirnir tómir?

Vorum að fá glæsilegar strigamyndir til sölu. Veldu strigamynd mynd og þá stærð sem hentar þér. Minni stærðirnar eru tilvalin gjafavara,
stærri strigamyndirnir geta gefið tómum veggjum líf og fegrað heimilið. Sjá fleiri strigmyndir undir sölumyndir.

-25%
5.990 kr.36.990 kr.
-25%
5.990 kr.36.990 kr.
-25%
5.990 kr.36.990 kr.
-25%
5.990 kr.36.990 kr.
-25%
5.990 kr.36.990 kr.
-25%
5.990 kr.36.990 kr.
-25%
5.990 kr.36.990 kr.
-25%
5.990 kr.36.990 kr.

FRÓÐLEIKUR

UPPSETNING

Skoðaðu myndbandið áður en þú setur upp filmuna

Það borgar sig að skoða myndbandið hér til hliðar og sjá hvernig gott er að bera sig að við uppsetningu á filmu.
Samskonar aðferð er notuð við uppsetningu á sandblástursfilmum og sólarfilmum, nema að skorið er meðfram glugganum eftirá.

Uppsetning á filmu

 Hvernig er mynstrið gert. Hér má sjá snilldar útskurð á sandblástursfilmu. 

STRIGAPRENTUN Á UMHVERFISVÆNNI HÁTT

Hér áður fyrr var prentiðnaðurinn alls ekki umhverfisvænn, en það hafa orðið miklar framfarir í lausnum varðandi umhverfismálum sl. ár. Við notum engin spilliefni við strigaprentun, aðeins lyktarlaus vatnsunnin blek, sem eru vottuð af UL GREENGUARD GOLD og prentunin sjálf mengar ekki og skaðar ekki umhverfið. Gæðin eru ekki síðri, litirnir skarpari og endingin ekki síðri heldur. Allur búnaður til prentunar hjá okkur er einnig endurvinnanlegur.