Viðskipti án landamæra
Síðan 2006 höfum við boðið skjóta og persónulega þjónustu við aðila sem vilja selja vörur sínar á veraldarvefnum. DalPay Retail brúar bilið á milli seljenda og kaupenda, hvar sem er í heiminum, með tilstilli veraldarvefsins. Öruggislæsing á greiðslusíðu, rekjanlegar pantanir, öryggisprófanir og aðstoð við greiðendur eru hluti af þeirri þjónustu sem við bjóðum uppá. Jafnt einstaklingum og fyrirtækjum stendur til boða að nýta sér þjónustu okkar.

Öruggur viðskiptamáti
DalPay Retail hefur milligöngu um sölu fyrir þúsundir söluaðila á netinu. Á vefsíðu söluaðilans velur þú vöruna og þegar þú ert tilbúin að greiða ertu fluttur yfir á öruggt greiðslusvæði okkar til að ganga frá greiðslunni. Greiðandi getur notað flestar gerðir greiðslukorta og greitt í erlendum gjaldeyri, einnig eru aðrar greiðsluleiðir í boði. DalPay hefur yfirumsjón með öllum greiðsluuplýsingunum og hefur seljandinn ekki aðgang að þeim. DalPay Retail er deild innan Snorrason Holdings.

Snorrason Holdings
Snorrason Holdings er einkarekið fjölskyldufyrirtæki staðsett á Dalvík. Megin starfsemi fyrirtækisins er á sviði greiðslulausna fyrir söluaðila á veraldarvefnum undir vörumerkjunum DalPay Retail, CCNow og MountPay.

Netgíró

Netgíró býður íslenskum neytendum upp á einföld og örugg viðskipti með nýrri tækni. Viðskiptavinur borgar fyrir vöru eða þjónustu með Netgíró, fær vöru afhenta strax en þarf ekki að greiða vöruna fyrr en eftir 14 daga vaxtalaust. Viðskiptavinurinn getur því handleikið vöruna áður en greitt er. Viðskiptavinurinn þarf ekki að fylla út flókin skráningarform eða gefa upp viðkvæmar upplýsingar eins og kortanúmer til verslana. Kaupferlið er því einfalt, öruggt og þægilegt.

Netgíró sér svo um að greiða vöru til söluaðila hvort sem kaupandi greiðir á réttum tíma eða ekki.

Netgíró í samstarf við Dalpay –
Það er líka hægt er að greiða með Netgíró í gegnum  Dalpay.

Millifærsla í heimabanka
Senda verður tilkynningu á netfangið sigrar@sigrar.is þegar millifært er.
Ekki er byrjað að vinna vöru fyrr en tilkynning um greiðslu hefur borist.

Sætir Sigrar ehf.
Reiknings nr. 545-26-1688 | kt. 6703120970

Deildu á Pinterest